Pistlar

Nýjustu greinar og hugleiðingar.

Fleiri afsakanir

2020-08-08

Í grein hjá Vísi er vitnað í dómsmálaráðherra: "Ýmislegt hafi hins vegar vantað upp á í frumvarpi Pírata og fleiri þingmanna, til að mynda hvernig skuli gera fíkniefni upptæk hjá börnum". Eins og margir tóku kannski eftir þegar þingið fór í sumarhlé þá hafnaði stjórnarmeirihlutinn frumvarpi Pírata um afglæpavæðingu með ýmsum fullyrðingum um að hitt og þetta vantaði í frumvarpið. Á meðan það var tæknilega rétt, og var allt lagað í breytingum nefndarinnar þá hafnaði stjórnin þeim breytingum líka. Það sem haft er eftir dómsmálaráðherra í þessari frétt er ný ástæða hjá þeim. Eitthvað sem þau notuðu ekki til þess að rökstyðja að þau höfnuðu málinu fyrir næstum þremur mánuðum síðan.

Ósjálfbær stöðugleiki

2020-08-06

Í leiðara Kjarnans þann 6. ágúst fjallar Þórður Snær Júlíusson um að nú sé komið að pólitíkinni. Þar vísar hann í orð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis um framtíðina með Covid. Leiðarinn er mjög greinargóð lýsing á stöðunni og vandamálinu sem við stöndum frammi fyrir í dag. Vandamál sem lýsa sér til skamms tíma með atvinnuleysi og gjaldþrotum í haust og til langs tíma vegna ósjálfbærra kerfa sem íhaldssömu kerfisflokkarnir mynduðu stjórn um að viðhalda í einhvers konar stöðugleika. Stöðugleika sem snýst um að viðhalda hagsmunum þeirra sem eiga í stað sjálfbærni fyrir alla.

Fyrst náðu þau hinum, svo mér

2020-07-31

Í síðasta pistli skrifaði ég um ósvífni pólitísks rétttrúnaðar, hvernig öfgar hafa þróast í sitt hvora áttina frá upprunalegu markmiði. Annars vegar í þá átt þar sem það má ekki gagnrýna neitt og hins vegar í þá átt þar sem málfrelsið er notað sem skálkaskjól fyrir fasisma. Ég nefndi nýlegt dæmi um brandara sem byggðu á rasisma og þá gagnrýni sem kom í kjölfarið. Ein staðhæfing sem kom fram í umræðunni var að „rasismi er aldrei í lagi, sama í hvaða formi hann birtist!“. Þetta er rangt og er dæmi um öfgar í pólitískum rétttrúnaði. Það er hægt að segja rasíska brandara, það geta það hins vegar ekki allir. Fæstir meira að segja. Allir geta auðvitað reynt og bara bara ábyrgð á eigin mistökum.

Listin að ljúga

2020-07-30

Ein uppáhalds greinin mín í stjórnarskránni er 48. greinin. Þar segir að “alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum”. Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að þessi grein er í ákveðnu uppáhaldi. Til að byrja með vegna þess að hún setur ákveðnar væntingar um kjörna fulltrúa. Kjörinn fulltrúi þarf ekki að vera menntaður upp fyrir haus eða hokinn af reynslu. Kjörinn fulltrúi þarf einungis að fylgja sannfæringu sinni.

Ósvífni pólitísks rétttrúnaðar

2020-07-18

Við glímum við ósvífni sem hefur aukist með hverju árinu sem líður. Upprunann má rekja til pólítísks rétttrúnaðar (e. political correctness / PCismi) sem John Cleese útskýrði sem svo að hefur verið tekinn frá því að vera góð hugmynd um að verja þau sem geta ekki varið sig sjálf yfir í að vera slæm hugmynd þar sem hvers konar gagnrýni er álitin vera grimm eða óvægin.

Má segja fólki að fokka sér

2020-07-09

Við eigum að vera kurteis við hvort annað. Ákveðin háttsemi og gestrisni er til dæmis umfjöllunarefni margra kvæða í Hávamálum. Þar er talað um að góður orðstír deyr aldrei, að fróður sé sá sem spyr og svarar og hvernig gestir eiga ekki að ganga á gestrisni.

Refsing vegna fíknar

2020-06-30

Johann Hari lýsir rót fíknar þannig að hún spretti ekki frá því að fólk sprauti í sig efnum eða innbyrði. Hún spretti miklu fremur úr sársaukanum sem fólk upplifir innra með sér. Samt erum við búin að búa til kerfi sem snýst um að auka sársauka fíkla í von um að stöðva neyslu þeirra. Þetta kerfi sé í raun gert til að halda fólki í viðjum fíknar. Hugmyndafræðin um stríð gegn fíkniefnum snérist upp í þessa andhverfu sína og eins og öll önnur stríð þá verður skaðinn meiri og verri. Stríðið átti að útrýma vímuefnanotkun en afleiðingin voru fjötrar og fordómar um þennan sjúkdóm.

Átak í lýðræði

2020-06-20

Í gær frumsýndu samtök kvenna um nýju stjórnarskránna fræðslumyndband um nýju stjórnarskránna, ferlið á bakvið hana, hvar hún stoppaði og til að minna þingmenn á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012. Þar er fjallað um viðbrögð samfélagsins í kjölfar efnahagshrunsins, allt frá því að Alþingi samþykkti með öllum greiddum atkvæðum að hefja það ferli sem endaði með atkvæðagreiðslunni 2012. En þegar kom að valdhöfum að lögfesta nýju stjórnarskránna sögðu þeir “nei” og alla tíð síðan hunsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Leikjafræði þingloka

2020-06-19

Hvað gerist rétt áður en þing fer í frí? Af hverju er oft málþóf á þeim tíma? Í grunnatriðum er það vegna þess að flokkar sem mynda meirihluta vilja ekki að flokkar sem eru í minnihluta fái nein mál í afgreidd í gegnum þingið. Meirihlutinn getur einfaldlega komið í veg fyrir það með því valdi sem hann tekur sér í öllu mögulegu.

Án tillits til skoðana

2020-06-19

“Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.” Svo hljóðar jafnræðisregla núgildandi stjórnarskrár.