
Fleiri afsakanir
Í grein hjá Vísi er vitnað í dómsmálaráðherra: "Ýmislegt hafi hins vegar vantað upp á í frumvarpi Pírata og fleiri þingmanna, til að mynda hvernig skuli gera fíkniefni upptæk hjá börnum". Eins og margir tóku kannski eftir þegar þingið fór í sumarhlé þá hafnaði stjórnarmeirihlutinn frumvarpi Pírata um afglæpavæðingu með ýmsum fullyrðingum um að hitt og þetta vantaði í frumvarpið. Á meðan það var tæknilega rétt, og var allt lagað í breytingum nefndarinnar þá hafnaði stjórnin þeim breytingum líka. Það sem haft er eftir dómsmálaráðherra í þessari frétt er ný ástæða hjá þeim. Eitthvað sem þau notuðu ekki til þess að rökstyðja að þau höfnuðu málinu fyrir næstum þremur mánuðum síðan.