Pistlar

Nýjustu greinar og hugleiðingar.

Verkefni næstu ára

2021-03-15

Augljósa verkefni næstu ára er að glíma við afleiðingarnar af Kófinu. Nokkur hundruð milljörðum hefur verið bætt í hagkerfið til þess að koma til móts við efnahagsvanda vegna hruns í ferðaþjónustunni og aðgerða vegna veirufaraldurs. Þó nokkur misskipting hefur verið í þeim mótvægisaðgerðum sem hefur verið ráðist í, til dæmis hefur mjög stór hluti þess runnið inn á húsnæðismarkaðinn og líklega valdið þó nokkurri hækkun á húsnæðisverði, séstaklega á höfuðborgarsvæðinu (7,1% hækkun á vísitölu undanfarna 12 mánuði) með tilheyrandi verðbólguáhrifum.

Litið yfir farinn veg

2021-03-11

Frá því að ég tók sæti á þingi hef ég lagt fram fjölda mála, nokkur oftar en einu sinni af því að málið var ekki klárað eða fyrirspurn ekki svarað. Í heildina hef ég lagt fram 417 þingmál, þarf 345 fyrirspurnir og skýrslubeiðnir. Fjöldinn segir ekki alla söguna því þó nokkrar af fyrirspurnunum eru endurtekningar á milli mismunandi ráðuneyta og stofnanna, eða um 200 af þeim. Að auki er svo fjöldi óskráðra fyrirspurna í nefndarvinnu.

Við búum í búri

2021-03-05

Þegar ég var ungur sá ég apa í búri. Mér fundust aparnir mjög merkilegir og fylgdist dáleiddur með því hvernig aparnir sveifluðu sér fram og til baka og léku sér. Einn þeirra sýndi mér áhuga, af því að ég fékk mér nammi úr litlum poka sem ég var með. Apinn rétti höndina út í gegnum rimlana og litli ég gat ekki annað en gefið apanum brjóstsykursmolann sem var eftir í pokanum.

Kerfislægur vandi fjölmiðla?

2021-02-24

Í leiðara Kjarnans frá 19. febrúar síðastliðnum, “Viljið þið að upplýsingafulltrúar og spunameistarar segi ykkur fréttir?” fer Þórður Snær Júlíusson yfir stöðu fjölmiðla í dag. Fjölmiðlar, sem áður voru vettvangur lýðræðislegrar samfélagsumræðu, eru nú í harðri samkeppni við samfélagsmiðla og glíma við tæknibreytingar í samskiptum manna á milli. Fjölmiðlar eru ekki lengur í ritstjórnarhlutverki gagnvart opinberri umræðu, svokallaðri “hliðvörslu”.

Orðræða um innflytjendur

2021-02-17

Í gær var umræða um málefni innflytjenda. Einfalt mál um starfsemi fjölmenningarseturs. Án þess að fara nánar í þá umræðu sem þar fór fram þá er eitt sem þarf að bæta við - tillitssemi.

Að þekkja muninn

2021-02-15

Um helgina slapp Trump naumlega við að vera dæmdur sekur um að hvetja til uppreisnar. 57 töldu hann sekann en 43 ekki. Einungis hefði þurft að snúa tíu atkvæðum til þess að dæma hann sekann. Það þurfti 67, aukinn meiri hluta. En var Trump í raun og veru sekur? Að mati meiri hluta var hann það en samkvæmt reglunum er hann tæknilega ekki sekur. Það er semsagt mjög mikill ágreiningur um sekt hans, rúmur meiri hluti.

Auðlindir í þjóðareign.

2021-01-27

Í frumvarpi stjórnlagaráðs er bætt við auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Í því frumvarpi er kveðið á um “fullt gjald til hóflegs tíma í senn” fyrir leyfi til hagnýtingar auðlinda eða takmarkaðra almannagæða. Það hefur komið fram málefnaleg gagnrýni á þetta orðalag vegna auðlinda sem leyft er að hagnýta í almannaþágu, en ekki í ábataskyni, eins og t.d. hitaveita eða berjatínsla. Þess vegna var lagt til að talað yrði um “eðlilegt gjald.”

Uppstillt lýðræði.

2021-01-27

Pólitík snýst að mestu leyti um völd. Ekki málamiðlanir. Sá sem hefur völd getur tekið ákvarðanir án þess að þurfa að miðla málum. Því meiri völd, þeim mun færri málamiðlanir. Á Íslandi hópa stjórnmálaflokkar sig saman í meirihlutastjórn til þess að ráða öllu. Til þess að taka öll völd. Til þess að fækka málamiðlunum.

Skuldastaða sveitarfélaga, gögn gegn áróðri.

2021-01-18

Þó nokkuð er fjallað um rekstrarstöðu sveitarfélaga í pólitískri umræðu og beinist sú umfjöllun yfirleitt að Reykjavíkurborg. Þá með upphrópunum eins og “óráðsía” eða “skuldasöfnun á góðæristímum”. En hvað er satt og rétt í þessu? Hvað segja gögnin okkur í raun og veru? Eru þetta bara pólitískar hártoganir eða er reksturinn í alvöru í vanda?