
Verkefni næstu ára
Augljósa verkefni næstu ára er að glíma við afleiðingarnar af Kófinu. Nokkur hundruð milljörðum hefur verið bætt í hagkerfið til þess að koma til móts við efnahagsvanda vegna hruns í ferðaþjónustunni og aðgerða vegna veirufaraldurs. Þó nokkur misskipting hefur verið í þeim mótvægisaðgerðum sem hefur verið ráðist í, til dæmis hefur mjög stór hluti þess runnið inn á húsnæðismarkaðinn og líklega valdið þó nokkurri hækkun á húsnæðisverði, séstaklega á höfuðborgarsvæðinu (7,1% hækkun á vísitölu undanfarna 12 mánuði) með tilheyrandi verðbólguáhrifum.